Með rafrænni skráningu leigusamnings minnkar umstang aðila leigusamnings til muna þar sem t.d. notast er við rafræna undirritun, vottar eru óþarfir og ekki er lengur gerð krafa um þinglýsingu fyrir þá sem ætla sækja um húsnæðisbætur. Aukið öryggi er á skráningunni þar sem færri hendur koma að henni og hún er umhverfisvænni með minni pappírsnotkun.
Allir leigusalar og leigutakar geta skráð leigusamning sinn í gegnum MyIgloo.is þeim að kostnaðarlausu.
Skrá samning Lesa meiraSmella á nafnið mitt efst til hægri og fara í "Mínir leigusamningar".
Búa til nýjan samning frá grunni og fylla út viðeigandi atriði í samningum.
Senda samning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með einum smelli.
Til að hægt sé að senda samninginn inn til HMS þurfa allir aðilar samnings að skrifa undir með rafrænum hætti. Ef aðilar eru ekki með rafræn skilríki þarf að velja prenta samninginn út á pappír og passa að velja "Sækja PDF" en ekki "Rafæn undirritun" í lokaskrefinu.
Ef samningur er ekki undirritaður rafrænt þarf að koma honum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gegnum tölvupóstfangið leiguskra@hms.is
Leigusala ber að tryggja að brunaúttekt hafi verið framkvæmd. Í því felst að tryggja eftirfarandi atriði:
Samkvæmt húsaleigulögum ber samningsaðilum að framkvæma ástandsskoðun á hinu leigða húsnæði.
Á MyIgloo.is er þægilegt ferli sem tekur þig í gegnum sjö skref að löggiltum leigusamningi vottuðum af Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.